Fálkar

Fálkar er félagsskapur feðra í Val sem hefur það að meginmarkmiði að styðja við bakið á barna- og unglingastarfi Vals. Markmið félagsins er að safna fé og veita aðstoð til að styrkja barna- og unglingastarfið í öllum greinum. Þetta gerum við með styrkjum, vinnuframlagi og ýmsum öðrum hætti. Ein aðalfjáröflunarleið okkar hefur verið að grilla og selja hamborgara og pylsur á meistaraflokksleikjum Vals í knattspyrnu og við nokkur önnur tækifæri.

Við hittumst yfirleitt mánaðarlega yfir vetrartímann og fáum góða fyrirlesara til okkar, sem fræða okkur einkum um mál sem tengjast þjálfun og starfi yngri flokka í íþróttum. Við borðum saman á fundunum og njótum félagsskaparins. Allir Valspabbar eru velkomnir í Fálkana. Allir sem vilja taka þátt í starfi félagsins eða óska eftir frekari upplýsingum um Fálkana geta sent okkur línu á falkar@falkar.is

Stjórn Fálka skipa:

Valgarður Finnbogason
Ólafur Þór Karlsson
Jónas Hlíðar Vilhelmsson
Frosti Gnarr
Guðni Rúnar Gíslason

Markmið okkar er einfalt, að styðja við og bæta yngri flokka starf Vals á Hlíðarenda. Við viljum leggja vinnu og fé í þetta starf vegna þess að við erum sannfærðir um gildi þess að standa vel að því. Það er jafnt vegna hinna góðu áhrifa sem íþróttaiðkun hefur á ungmenni og til að Valur verði áfram öflugt félag, öruggur og uppbyggjandi staður fyrir ungt íþróttafólk.

Einn af fyrstu fyrirlesurum á Fálkafundi var Hermann Gunnarsson, hinn landskunni Valsari og gleðigjafi. Hann er jafnframt verndari Fálkanna.

Fálkar

Kennitala: 621209-0270

Banki: 0135-26-006212